LÚXUS Í MIÐJARÐARHAFI 13. – 22. október
Vikusigling um Miðjarðarhaf með STAR Princess. Verð frá 298.200,- á mann.
Þessi ferð er í samstarfi við Princess Cruises skipafélagið í tilefni komu glænýs lystiskips Star Princess á markaðinn nú í október. Það er fátt dásamlegra en að njóta lífsins um borð í 5 stjörnu lúxus lystiskipi þar sem allt sem hugurinn girnist er við hendina og meira til. Öll hönnun og stíll miða að því að farþegar fái notið frábærs útsýnis frá öllum þilförum skipsins; gólfsíðir gluggar og glæsileg glerhvelfing gera það að verkum að birtan flæðir um öll rými skipsins og fágaður stíll er allsráðandi.

Verð

Ferðalýsing

Stutt ferðalýsing
13. og 14. október: | Komið til Barselóna. Gisting á H10 Urquinaona Plaza hótelinu. |
15. október: | Flutningur um hádegisbil frá hóteli að skipshlið. Brottför kl. 17.00. |
16. október: | Á sjó |
17. október: | Komið til Malaga kl. 08.00. Val um skoðunarferðir. |
18. október: | Komið til Gíbraltar kl. 07.00. Val um skoðunarferðir. |
19. október: | Komið til Cartagena á Spáni kl. 08.00. Val um skoðunarferðir. |
20. október: | Á sjó |
21. október: | Komið til Marseille í Frakklandi kl. 07.00. Val um skoðunarferðir. |
22. október: | Komið til baka til Barselóna kl. 06.00. |
Glamúr og glæstar hallir
Leyndir töfrar Parísarborgar – 7. nóvember til 10. nóvember 2025
París sem aldrei fyrr! Njóttu lífsins lystisemda í einni dásamlegustu borg veraldar og upplifðu þá sælutilfinningu sem fylgir því að gista á einu glæsilegasta hóteli heims, hallarhótelinu Lutetia.
Við sláumst í för með Sigrúnu Úlfarsdóttur lífskúnstner og hönnuði sem hefur verið búsett í París um áraraðir. Hún mun kynna okkur fyrir hinni einu, sönnu París og leiða okkur um heillandi torg og öngstræti, á sjarmerandi kaffihús og rómaða veitingastaði, um lystigarða og glæst kennileiti. Hvert augnablik verður nýtt til að njóta og upplifa algjöra sælu skilningarvitanna eins og Parísarbúum einum er lagið.
Miðað er við lágmarks þáttöku 15 manns og hámark 25 manns. Fararstjórn í höndum Ingiveigar Gunnarsdóttur og Sigrúnar Úlfarsdóttur. Flug til Parísar að morgni föstudagsins 7. nóvember og til baka mánudaginn 10. nóvember um eftirmiðdaginn.Verð:
359.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi. Aukagjald fyrir einbýli: 139,500 kr. Ef óskað er eftir herbergi með útsýni að Eiffel turni eða með svölum kostar það aukalega og fer eftir framboði.
Innifalið:
Sér rútutransfer til og frá Charles de Gaulle flugvelli, gisting í þrjár nætur á hótel Lutetia með fullum morgunverði, fordrykkur og kvöldverður á hótel Lutetia, tveir tveggja rétta hádegisverðir, þriggja klukkutíma prívat skoðunarferð í rútu um París með leiðsögn, allar gönguferðir með leiðsögn skv. dagsskrá.
Ekki innifalið:
Flug og flugvallaskattar, aðgangur að söfnum, strætisvagnagjald í París, drykkir og aðrar máltíðir en þær sem innifaldar eru í dagsskránni.


Fyrir hverja er þessi ferð?
Fyrir alla sælkera, listunnendur og þá sem vilja kynnast París með augum heimamanna. Fyrir þá sem vilja upplifa að gista í „höll“ lúxus hótelinu Lutetia á vinstri bakka Signu og njóta þess besta sem borgin býður upp á í mat og drykk. Fyrir þá sem vilja upplifa það að gista í höll og njóta þess besta sem borgin býður upp á í mat og drykk í góðum félagsskap.
LISTIN AÐ ferðast
Ég bý að því að hafa starfað í öllum greinum ferðaþjónustunnar bæði hérlendis og erlendis um áraraðir . Ég hef í gegnum tíðina skipulagt vandaðar ævintýra- og náttúrulífsferðir og menningar- og fræðsluferðir vítt og breitt um heiminn við góðan orðstý. Meðal áfangastaða voru Costa Rica, Amasón regnskógurinn og Galapagos eyjar, Myanmar, Kína, Indland, Madagaskar, Páskaeyja, Tahiti , Ástralía og Nýja Sjáland. Ég hef alla tíð lagt áherslu á frábæra gististaði, öruggt umhverfi og einstaka nálgun við náttúru og mannlíf. Ferðast er í litlum hópnum og hugað að góðri umgengni við náttúru og dýralíf ásamt því að sýna heimamönnum virðingu og tillitssemi. Sú áralanga reynsla, menntun og þekking sem ég bý að á öllum sviðum ferðaþjónustu, hefur tryggt mér frábæra samninga við leiðandi hótel, skipafélög og þjónustuaðila í ferðaþjónustu um allan heim.
Ég hlakka til að deila undrum heimsins með ævintýraþyrstum ferðalöngum og öllum er láta sig gæði og öryggi á ferðalögum varða.
Ingiveig Gunnarsdóttir