861-5552

Glamúr og Glæstar Hallir

Leyndir töfrar Parísarborgar – 7. til 10. nóvember 2025

París sem aldrei fyrr! Njóttu lífsins lystisemda í einni dásamlegustu borg veraldar. Við sláumst í för með Sigrúnu Úlfarsdóttur lífskúnstner og hönnuði sem hefur verið búsett í París um áraraðir. Hún mun kynna okkur fyrir hinni einu, sönnu París og leiða okkur um heillandi torg og öngstræti, á sjarmerandi kaffihús og rómaða veitingastaði, um lystigarða og glæst kennileiti. Hvert augnablik verður nýtt til að njóta og upplifa algjöra sælu skilningarvitanna eins og Parísarbúum einum er lagið.

Ferðatilhögun:

Miðað er við lágmarks þáttöku 15 manns og hámark 25 manns. Nokkrir valkostir eru í boði er kemur að flugi. Flug til Parísar að morgni föstudagsins 7. nóvember og til baka mánudaginn 10. nóvember um eftirmiðdaginn. Verð frá 42,000 kr. með sköttum. Við aðstoðum við bókun flugs. Unnt er að framlengja dvöl á hótel Lutetia í París.
Hafið samband við inga@lystiferdir.is og í síma 861 5552 fyrir nánari upplýsingar.

Hótel Lutetia:

Hótelið er glæsilegt kennileiti í Saint-Germain-des Pres í hjarta Parísar og eina 5 stjörnu lúxushótelið á vinstri bakka Signu. Við endurnýjun hótelsins á árunum 2014 – 2018 tókst vel til að spegla menningarsögu og heillandi sambland art noveau og art deco stíla. Hótelið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verið valið í hópi 10 bestu lúxushótela í París af lesendum Condé Nast Traveller og lesendur Travel+Leisure settu Lutetia í annað sæti af 10 uppáhaldshótelum Parísar. Hótel í Frakklandi sem flokkuð eru í hæsta gæðaflokki fá viðurkenninguna HALLARHÓTEL eða Palace Hotels og Lutetia er eitt af 12 hallarhótelum í París. Að gista í „höll“ er upplifun út af fyrir sig. Íburðurinn, glæsileikinn og sérstakt andrúmsloft Lutetiu og heillandi umhverfi hótelsins gerir dvölina ógleymanlega. Gistinóttin á hótelinu kostar um 1.500 evrur eða um 230.000 kr. á þessum tíma en góðir samningar við hótelið gera okkur kleift að bjóða þessa upplifun á einstöku verði.

Verð:

359.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi. Aukagjald fyrir einbýli: 139,500 kr. Ef óskað er eftir herbergi með útsýni að Eiffel turni eða með svölum kostar það aukalega og fer eftir framboði.

Innifalið:

Sér rútutransfer til og frá Charles de Gaulle flugvelli, gisting í þrjár nætur á hótel Lutetia með fullum morgunverði, fordrykkur og kvöldverður á hótel Lutetia, tveir tveggja rétta hádegisverðir, þriggja klukkutíma prívat skoðunarferð í rútu um París með leiðsögn, allar gönguferðir með leiðsögn skv. dagsskrá.

Ekki innifalið:
Flug og flugvallaskattar, aðgangur að söfnum, strætisvagnagjald í París, drykkir og aðrar máltíðir en þær sem innifaldar eru í dagsskránni.

Sigrún Úlfarsdóttir fararstjóri ferðarinnar var í Myndlista-og handíðaskólanum en fór síðan til Parísar að læra tískuhönnun. Hún útskrifaðist sem hönnuður og hefur búið og starfað í París í 25 ár. Hún hefur unnið sem hönnuður fyrir fyrirtæki eins og Karl Kagerfeld, Swarovski og mörg fleiri.
Einnig hefur hún unnið sem leikhúshönnuður í Frakklandi, á Íslandi og í Moskvu. Hún hefur lengst af unnið í tískuheiminum í París, en vann líka oft á sumrin fyrir Heimsferðir. Hún er því alvön að fara með ferðamenn í útsýnisferðir um París. Hún hefur búsett á Íslandi í nokkur ár, og hefur verið í Rósaklúbb Garðyrkjufélagsins. Hennar síðasta verk er að hanna rósa-og ljóðagarð fyrir Reykjavíkurborg.

Hotel Lutetia

www.hotellutetia.com/