Ferðaskilmálar
Verð:
Kynnt verð hverju sinni tekur mið af skráðu gengi Seðlabanka Íslands á þeim gjaldmiðli sem við á fyrir hvern áfangastað. Tilskilinn er réttur til að breyta verði í samanburði við verulegar breytingar á gengi til hækkunar eða lækkunar verðs.
Bókunar- og þjónustugjald:
Sérstakt bókunar- og þjónustugjald greiðist með hverri bókun í einstaklingsferðum, að lágmarki 7000 krónur. Sérskilmálar gilda í hópferðum með fleiri en 10 manns. Innifalið í þjónustugjaldinu er umsjón Lystiferða og utanumhald, ferðafundir, útgáfa ferðagagna o.fl. Ef um ræðir viðamikið ferðaskipulag s.s leit að hagstæðum flugfargjöldum og flugbókanir, bílaleigubókanir, hótelbókanir o.s.frv. greiðist viðbótarþjónustugjald sem ræðst af umfangi þjónustunnar sem veitt er.
Uppgjör ferða:
Verð ferðar miðast við staðgreiðsluverð. Staðfestingagjald fyrir þjónustu er ákveðið með hliðsjón af samningum við viðkomandi byrgja sbr. hótel, skemmtiferðaskip o.s.frv. Eftirstöðvar /fullnaðargreiðsla er, undir venjulegum kringumstæðum mánuði fyrir brottför en fer að sama skapi eftir skilmálum viðkomandi byrgja.
Afbókunarskilmálar:
Kynntir með hliðsjón af reglum viðkomandi byrgja og stærð hópa.
Tryggingar:
Við bendum viðskiptavinum á að leita til eigin tryggingafélaga varðandi ferðatryggingar. Kynnið ykkur vel skilmálana.
Ábyrgð:
Lystiferðir í samráði við samstarfsaðila áskilur sér rétt til að breyta ferðaáætlun ef þurfa þykir vegna óviðráðanlegra aðstæðna, s.s. seinkanna á flugi, heimsfaraldurs, náttúruhamfara, hryðjuverka, hættuástands vegna stjórnmálakreppu, vegaframkvæmda, veðurofsa o.s.frv.
Ýmislegt:
Hugmyndafræðin að baki starfssemi Lystiferða byggir á því m.a. að virðing sé sýnd heimamönnum, náttúru, dýralífi og umhverfi . Lystiferðir leitast að fremsta megni við að velja samstarfsaðila sem aðhyllast hugmyndafræði sjálfbærrar, vistvænnar ferðamennsku og ábyrgðar gagnvart umhverfi og loftslagsvá. Þátttakendur eru hvattir til að skipta við heimamenn, og styðja við uppbyggingu skóla og fátækra samfélaga. Við hvetjum viðskiptavini okkar að fylgja leiðbeiningum sem gefnar eru út með ferðagögnum.