861-5552

Lúxus í Miðjarðarhafi

13. til 22. október 2025

LÚXUS Í MIÐJARÐARHAFI 13. – 22. október

Vikusigling með nýjasta skemmtiferðaskipi Princess Cruises STAR þann 15. október í fararstjórn Ingiveigar Gunnarsdóttur

Þessi ferð er í samstarfi við Princess Cruises skipafélagið í tilefni komu glænýs lystiskips Star Princess á markaðinn nú í október. Það er fátt dásamlegra en að njóta lífsins um borð í 5 stjörnu lúxus lystiskipi þar sem allt sem hugurinn girnist er við hendina og meira til. Öll hönnun og stíll miða að því að farþegar fái notið frábærs útsýnis frá öllum þilförum skipsins; gólfsíðir gluggar og glæsileg glerhvelfing gera það að verkum að birtan flæðir um öll rými skipsins og fágaður stíll er allsráðandi.

Aðstaðan um borð

Tvö nýjustu lúxus skip skipafélagsins, Sun Princess og Star, státa af víðfeðmum útisvæðum með fjölbreyttri afþreyingu, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Til viðbótar við hina klassísku veitingastaði Princess, hin almennu veitingarými, kaffihús og the Eatery með úrvali rétta af hlaðborði sem eingöngu er þjónað af, er val um fjölda sérveitingastaða sem hafa fengið frábæra dóma fyrir framúrskarandi mat, þjónustu og hönnun. Mætti nefna hinn frábæra Umami japanskan teppanyaki grill og hot pot stað, sjávarréttaststaðinn Catch by Rudi, Alfredo þar sem margfaldur heimsmeistari pizzugerðar Tony Gemignani ræður ríkjum eða hinn klassíska sælkerastað Crown Grill.

Góður ferðatími í Miðjarðarhafinu

Október er frábær ferðatími í Miðjarðarhafinu, milt veður meðalhiti um 20 gráður, sólríkt og mun færri ferðamenn á hinum vinsælu viðkomustöðum. Það er mikil upplifun að njóta alls þess frábæra aðbúnaðar og valkosta er bjóðast um borð í þessum glæsilegustu skipum flotans á meðan siglt er og geta svo valið um að skreppa í land á eigin spýtur eða njóta leiðsagnar í einni af fjölmörgum verðlaunaskoðunarferðum Princess skipafélagsins.

Fararstjórn:

Ingiveig Gunnarsdóttir stofnandi Lystiferða er enginn nýgræðingur í ferðaþjónustu. Að loknu meistaranámi í ferðamennsku í háskóla í Bretlandi fór hún í nám í leiðsögn hér á landi og starfaði um skeið við ráðgjöf í ferðaþjónustu fyrir opinberar stofnanir og sveitarfélög. Hún hefur leitt fjölda margrómaðra náttúrulífs- og menningarferða til fjarlægra áfangastaða s.s. til Galapagos, Madagaskar, suðaustur Asíu og Eyjaálfu og veitt ferðalöngum ráðgjöf og aðstoðað við skipulag sérferða. Hún gjörþekkir skemmtiferðaskip Princess Cruises og hefur margsinnis leitt ferðir um Miðjarðarhafið.

Ferðalýsing:

 

13. október: Keflavík -Barselóna

Barselóna, höfuðborg og menningarmiðstöð Katalóníu á Spáni, er spennandi, kraftmikil heimsborg sem er rík af sögu, menningu og listum.

Við mælum með:

Gisting: H10 Urquinaona Plaza, Barcelona

14. október: Gönguferð um miðborg Barselóna

Eftir morgunverð höldum við í 3ja klukkustunda gönguferð um miðborg Barcelona, borg þar sem rómverskar undirstöður mæta nútíma glæsileika og hvert götuhorn segir sögu. Ferðin spannar allt frá fornum rústum til líflegra hverfa.
Eftirmiðdagur og kvöld frjálst í Barcelona.

15. október: Star Princess – ævintýrið hefst

Um hádegisbil er haldið frá hótelinu í rútu að skipshlið. Skipið siglir kl. 17.00 frá Barcelona

 

16. október: Á sjó

17. október: Malaga – SPÁNN/ANDALÚSÍA

Malaga er ein elsta borg Spánar og hefur verið byggð frá tímum Fönikíumanna, sem kölluðu hana Malaka. Malaga er hin dæmigerða borg þröngra gatna, hvítþveginna húsa, kirkna og sólríkra torga . Malaga var aðalhöfn konungsríkisins Granada, síðasta vígi máríska Spánar. Borgin féll í hendur Ferdinands og Ísabellu árið 1487. Auk hins sögufræga Alhambra státar Granada af nokkrum mikilvægum kennileitum eins og gamla hverfinu, tignarlegu dómkirkjunni í Granada, Alcazaba – fornu márísku virki sem er staðsett fyrir ofan borgina, og konunglegu kapellunni – síðasta hvíldarstað Ferdinands konungs og Ísabellu drottningar. Aðalhöfn Andalúsíu er einnig hliðið að dvalarstöðum Costa del Sol.
Margar áhugaverðar skoðunarferðir skipafélagsins í boði m.a. til Alhambra. Áætluð dvöl í Malaga er frá kl. 08.00 til kl. 18.00.

18. október: Gíbraltar

Kletturinn krýpur yfir sjónum eins og fornt steindýr og lítur út eins og Sfinx í Afríku. Undir hvítum klettum þessa náttúrulega virkis vex gnægð pálmatrjáa, furu og kýprusviðar. Hvorki fleiri né færri en 600 tegundir af blómum þrífast hér, sumar finnast hvergi annars staðar á jörðinni. Töfrandi umhverfi Gíbraltar jafnast á við sögu þess – fimm lönd hafa barist í 13 aldir um að stjórna siglingunni milli Atlantshafsins og Miðjarðarhafsins. Niðurstaðan varð menningarlegur suðupottur. 
Það gætir víða breskra áhrifa á þessum heillandi stað við Miðjarðarhafið og bresk kráarstemmning svífur yfir vötnum. Margar áhugaverðar skoðunarferðir eru í boði. Skipið dvelur hér frá kl. 07.00 til kl. 16.00.

19. október: Cartagena – SPÁNN

Cartagena er forn hafnarborg sem gengdi mikilvægu hlutverki sem höfuðstöðvar Hannibals mikla í öðru púnverska stríðinu við Róm. Borgin var áfram mikilvæg verslunarhöfn á tímum Rómverja og Mára. Í dag er Cartagena m.a. miðstöð flotastofnunar Spánar og vettvangur árlegrar alþjóðlegrar sjóferðahátíðar. Borgin er einnig hlið að Costa Calida strandlengjunni sem státar af einhverju mildasta veðri Spánar. Úrval áhugaverðra skoðunarferða í boði. Hér er staldrað við frá kl. 08. 00 – 18.00

20. október: Á sjó

21. október: Marseille – FRAKKLAND/PROVINCE

Marseille er stærsta höfnin við Miðjarðarhafið og er önnur stærsta borg Frakklands og raunverulegur suðupottur þjóða og menningarheima. Það er líka staður sláandi andstæðna, allt frá fiskibátum og skemmtibátum hinnar fallegu Vieux Port gömlu hafnar til nútíma breiðstrætisins Canebiere hjarta miðborgarinnar. Hið alræmda grýtta fangelsi Chateau d’If á eyju rétt við höfnina er sögusvið Alexandre Dumas um greifann í Montecristo. Marseille er líka hliðið að Provence. Gaman er að rölta um gamla miðbæinn og virða mannlífið fyrir sér. Í boði eru m.a. skoðunarferðir í sveitina í kringum Arles og Avignon sem gerð var ódauðleg á strigum Van Gogh, Cezanne, Matisse og Picasso. Skipið dvelur í höfninni í Marseille frá kl. 07.00 til kl. 17.00.

22. október: Barselóna

Komið til baka til Barselóna kl. 06.00 að morgni.

Flug:
Ekki innifalið. Í boði eru tveir valkostir er kemur að beinu flugi frá Íslandi til Barselóna. Annars vegar með flugfélaginu Play og hins vegar með Icelandair. Við bjóðum aðstoð við bókun á flugi.

Hótel í Barselóna:
Við innifelum tvær gistinætur fyrir siglingu á hóteli í Barselóna á H10 Urquinaona Plaza hótelinu sem er til húsa í byggingu frá síðari hluta 19. aldar sem hefur verið fullkomlega enduruppgerð. Nútímaleg innanhússhönnun þar sem smáatriði byggingarlistar 19. aldar hafa varðveist gefa hótelinu mjög klassískt og virðulegt útlit. Á hótelinu er veitingastaðurinn Novecento, kyrrlátur útigarður og toppverönd með setlaug og útsýni yfir borgina. Herbergin eru með verönd/svölum og morgunverður er innifalinn.

Verð:

298,200 kr. á mann í innri klefa. Aukagjald fyrir einbýli: 185,000 kr.
310,000 kr. á mann í gluggaklefa. Aukagjald fyrir einbýli: 195,000 kr.
349,700 kr. á mann í svalarklefa. Aukagjald fyrir einbýli: 235,000 kr.

Innifalið:

Gisting í 2 nætur fyrir siglingu á 4* hóteli í Barselóna frá 13. október til 15. október í herbergi með svölum/verönd og morgunverði, gönguferð um Barselóna með leiðsögn, flutningur frá hóteli að skipshlið, sigling í viku frá 15. október til 22. október með sköttum og hafnargjöldum og þjórfé um borð, fullt fæði og öll afþreyingu. Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið:

Flug til og frá Íslandi, val um beint flug til Barselóna með Play flugfélaginu eða Icelandair, flutningur frá flugvelli á hótel og frá skipi á flugvöll í lok siglingar, skoðunarferðir, drykkir og aðgangur að sérveitingastöðum um borð.

Tilboðspakkar fyrir drykki o.fl.:

Princess Plus pakki:
60 evrur á mann á dag eða um 9000 kr. Innifalið: Medallion net max wi fi net, allir áfengir og óáfengir drykkir að virði upp að 15 $ per drykk, frír aðgangur að tveimur óformlegum sérveitingastöðum, tveir premium eftirréttir á dag, tveir líkamsræktartímar á dag, ótakmarkaður aðgangur að djúsbar, Ocean Now þjónusta um allt skip og veitingaþjónusta í klefa innifalin.

Princess Premier pakki:
90 evrur á mann á dag eða um 13,500 kr. Innifalið: Medallion net max wi net, allir áfengir og óáfengir drykkir upp að 20$ per drykk , frír ótakmarkaður aðgangur að formlegum og óformlegum sérveitingastöðum skipsins, hágæðamyndir digital og 3 útprentaðar myndir, premium eftirréttir ( ótakmarkað ), allir líkamsræktartímar, ótakmarkaðir drykkir á djúsbarnum, frátekin sæti á leiksýningar og viðburði, OceanNow veitingaþjónusta um allt skip og veitingaþjónusta í klefa innifalin.

Ath. Lágmarksþátttaka er 16 manns
Verð er reiknað út frá gengi evru þann 2. apríl 2025 og gæti tekið breytingum fram að lokagreiðslu ferðar.

 

Klefarnir

Innanverður klefi

Innanverður klefi

Klefi með glugga

Klefi með glugga

Svalarklefi

Svalarklefi

Mini svíta

Mini svíta

Veitingastaðir

Afþreying

Lífið um borð

Sun og Star Princess í hnotskurn:

  • Fjöldi veitingastaða
  • Hægt að fá mat hvenær sem er sólarhringsins
  • Sérréttar veitingastaðir
  • Hlaðborðsstaður
  • Pítsa og hamborgarastaður
  • Líkamsræktarsalur
  • Risa sjónvarpsskjár á sundlaugarsvæði
  • Spa
  • Hlaupabraut
  • Körfuboltavöllur
  • Minigolf
  • Borðtennis
  • Listaverkasala og sýningar
  • Internetkaffi
  • Bókasafn
  • Fríhafnarverslun
  • Leikhús
  • Útibíó
  • Sjónvarpssalur
  • Spilavíti
  • Næturklúbbur
  • Kokteil og vindlabarir
  • Sjósett: 2024
  • Þyngd:  tonn: 175.500
  • Lengd: 345 metrar
  • Breidd: metrar
  • Hæð: 60 metrar
  • Þilför: 21
  • Fjöldi í áhöfn: 1.600
  • Klefafjöldi: 2.157
  • sundlaugar: 5