861-5552

Fyrsta sigling Regal Princess í maí 2014 markaði nýja tíma í siglingum skemmtiferðaskipa.

Regal Princess er risa skip upp á 141.000 tonn.  Það er 330 metra langt, 36 metra breitt og tekur 3560 farþega.  Miðsvæði “atrium” skipsins er 50% stærra en vanalega og  það er búið stærsta útisjónvarpsskjá flotans.

Það fyrsta sem maður tekur eftir um borð í Regal Princes er hið risastóra miðsvæði “hjarta” skipsins.  Það er þrjár hæðir og tengt saman með glerlyftum og marmaralögðum stigum.  Í miðsvæðinu er móttaka skipsins, veitingastaðir, verslanir, barir og margt sem vert er að skoða.

 

Frábær skemmtiatriði

 

Það er nóg að gera um borð í Regal Princess og fjölbreytt afþreying í boði

  • Pricess leikhúsið býður upp á söngleiki og skemmtanir tvisvar á dag
  • Princess Live er sjónvarpssalur þar sem ýmislegt er í boði eins og matreiðsluþættir, viðtalsþættir, skemmtiþættir og leikjaþættir margskonar.
  • Vista lounge er skemmtistaður helgaður kvöldskemmtunum þar sem ýmislegt skemmtilegt er í boði
  • Bellini´s er ítalskur kokteil bar og á Crooner´s Lounge & Bar getur þú valið um 75 mismundani tegundir af Martini.  The Wheelhouse Bar býður síðan upp á lifandi píanótónleika og drykki.

 

Afslöppun og þægindi

 

Fyrir þá sem vilja slappa af og slaka á býður Regal Princess upp á margt eins og t.d. nutt, aromameðferðir, slakandi böð og spa.

 

Afslöppun í klefanum þínum

 

Klefinn þinn er líka hannaður þannig að þú getir hvílt þig og slakað á.  Hann er búinn snjallsjónvarpi, peningaskáp og minibar svo fátt eitt sé upptalið.  Hægt er að velja um klefa inn í skip, venjulega og deluxe svalaklefa og mini svítur og svítur.

Regal Princess í hnotskurn:

  • Fjöldi veitingastaða
  • Hægt að fá mat hvenær sem er sólarhringsins
  • Sérréttar veitingastaðir
  • Hlaðborðsstaður
  • Pítsa og hamborgarastaður
  • Líkamsræktarsalur
  • Spa
  • Hlaupabraut
  • Körfuboltavöllur
  • Minigolf
  • Borðtennis
  • Listaverkasala og sýningar
  • Internetkaffi
  • Bókasafn
  • Fríhafnarverslun
  • Leikhús
  • Útibíó
  • Sjónvarpssalur
  • Spilavíti
  • Næturklúbbur
  • Kokteil og vindlabarir
  • Sjósett: 2014
  • Þyngd: 141.000 tonn
  • Lengd: 330 metrar
  • Breidd: 36 metrar
  • Hæð: 66 metrar
  • Þilför: 19
  • farþegafjöldi: 3.560
  • Fjöldi í áhöfn: 1.346
  • Klefafjöldi: 1.780
  • sundlaugar: 3