861-5552

Sigldu á vit ævintýranna

Lúxussigling í viku um Karíbahaf á aðeins frá 90,000 kr. á mann
Skemmtisiglingar eru að slá í gegn á alheimsvísu. Enda vart hægt að hugsa sér þægilegri ferðamáta. Skipin eru fljótandi draumaborgir, heill heimur vellystinga. Fyrir utan þá ótal spennandi valkosti sem bíða manns um borð, tekur heill ævintýraheimur við daglega er ný lönd birtast við sjóndeildarhringinn. Fornir menningarheimar, heimsborgir, paradísareyjar, náttúruundur bíða handan við hornið. Við val á siglingu og áfangastað er oft úr vöndu að ráða því úrvalið er gífurlegt og margar brottfarir í hverri viku allt árið um kring. Við erum sérfræðingar í siglingum. Við veitum ráðgjöf varðandi val á skipum og áfangastöðum eftir því hverju viðkomandi leitar eftir.
Skemmtisiglingar eru sannarlega hagstæður og öruggur ferðamáti þar sem nánast allt er innifalið, s.s. fullt fæði, dagsskrá um borð og öll afþreying. Einungis þarf að greiða fyrir drykki um borð, skoðunarferðir og þjórfé. Verð ræðst m.a. af tímabili, tegund skipaklefa og staðsetningu í skipinu, áfangastað o.s.frv. Brottfarir eru vikulega allt árið um kring. Við siglingaverðið bætast svo hafnargjöld og skattar. Við aðstoðum við bókanir á flugi og gistingu.

Sama verð og oft hagstæðara en við bókun á netinu
Viðskiptavinir Lystiferða njóta sérkjara í siglingum og fá þar að auki ferðafund þar sem miðlað er upplýsingum frá fyrstu hendi um undirbúning ferðar, ferðatilhögun, aðbúnað um borð og ýmislegt hagnýtt sem skiptir máli. Viðskiptavinir fá auk ferðagagna hagnýtar upplýsingar og tékklista á íslensku. Þjónustugjald er mismunandi og ræðst af þjónustuþáttum og þeim tíma er fer í skipulagningu ferðarinnar. Verð siglingarinnar er gefið út í erlendri mynt og miðast við skráð gengi þegar fullnaðaruppgjör á sér stað.

Okkar mat
Að mati Lystiferða skara tvö skipafélög fram úr, að öðrum ólöstuðum, Princess Cruises og Carnival Cruises.
Valið byggir á persónulegri reynslu og ummælum viðskiptavina til margra ára.
Skipafélögin eru hvert um sig með sinn stíl og karakter en eiga það sameiginlegt að hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar á alþjóðavísu.
Smekkur fólks er mismunandi og því er rík áhersla lögð á að geta boðið hverjum sem er siglingu við sitt hæfi; fjölskyldufólki, einstaklingum, hjónafólki og brúðhjónum.
Þessi skipafélög hafa fengið topp einkunnir hvað snertir þjónustu um borð, val á áfangastöðum, skemmtidagsskrá, allar veitingar og aðbúnað. Hvort sem leitað er eftir fjöri og fjölbreyttu næturlífi, barnvænu umhverfi, vönduðu fræðsluefni og námskeiðum, rólegu og fáguðu andrúmslofti, dekri, list og lúxus er þetta allt og meira til að finna meðal þeirra valkosta sem Lystiferðir kynnir.