861-5552

Sun og Star Princess

FRAMTÍÐ OKKAR ER BJÖRT EINS OG SÓLIN OG STJÖRNURNAR

Princess kynnir til sögunnar nýja kynslóð skemmtiferðaskipa með nýrri og byltingarkenndri hönnun er lágmarkar umhverfisfótspor skipafélagsins. Nýjustu glæsiskip félagsins Sun og Star Princess marka ákveðin tímamót því skipin ganga fyrir umhverfisvænu eldsneyti, fljótandi jarðgasi (LNG) Þetta umhverfisvænna eldsneyti dregur verulega úr losun mengandi efna í andrúmslofti og eldsneytisnotkun í sjó.

Eitt af því sem farþegar elska við Princess skipafélagið fyrir utan hina fáguðu klassísku hönnun og fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu er maturinn um borð. Sannkölluð sælkeraveisla í boði alla daga. Gestum standa til boða meira en 30 barir og veitingastaðir allt frá pizza- og hamborgarastöðum, sushi í Edomae-stíl, og teppanyaki grilli , ítalskri og franskri matargerð, fersku sjávarfangi og steikarstöðum.

Vel hefur tekist til við endurhönnun farþegarýma, þar sem stíll og umgjörð lyftir fagurfræðinni í æðra veldi. Fyrsta sinnar tegundar um borð í skemmtiferðaskipi er hin stórglæsilega glerhvelfing „the Dome“ sem tengir saman mörg þilför úti- og innisundlauga og útisvæða og myndar eins konar vin út á regin hafi. Á kvöldin breytist svæðið í upplýstan ævintýraheim ljósadýrðar og andrúmslofts er minnir á South Beach í Flórída.
Val er um 5 mismunandi klefatípur og svítur allt frá 14 fermetrum upp í 40 fermetra. Hvergi áður í sögu skipafélagsins hafa verið jafn margir svalarklefar í boði eða rúmlega 1500.

NÝR VALKOSTUR FYRIR ÞÁ SEM VILJA VERA ÚT AF FYRIR SIG

Upplifðu lúxus endurskilgreindan með vali á Sanctuary Collection sem er ný viðbót er kemur að gistingu og aðbúnaði. Þessar lúxus vistarverur bjóða ekki aðeins upp á fyrsta flokks þægindi heldur veita einnig aðgang að einkasvæðum eins og Sanctuary Club sem er friðsælt athvarf aðeins aðgengilegt 16 ára og eldri, persónulegri þjónustu og alhliða Princess Premier pakkanum. Sanctuary Club býður upp á margs konar lifandi tónlist, plötusnúða og skemmtilega pop-up viðburði. Allan daginn er hægt að njóta sérhannaðs matseðils ljúffengra rétta og úrvals kokteila. Innifalið fyrir gesti Sanctuary Collection er einkaveitingastaður með sérsniðnum matseðli í boði hvenær sem er án bókunarfyrirvara.

Klefarnir

Innanverður klefi

Innanverður klefi

Klefi með glugga

Klefi með glugga

Svalarklefi

Svalarklefi

Mini svíta

Mini svíta

Veitingastaðir

Afþreying

Lífið um borð

Sun Princess í hnotskurn:

  • Fjöldi veitingastaða
  • Hægt að fá mat hvenær sem er sólarhringsins
  • Sérréttar veitingastaðir
  • Hlaðborðsstaður
  • Pítsa og hamborgarastaður
  • Líkamsræktarsalur
  • Risa sjónvarpsskjár á sundlaugarsvæði
  • Spa
  • Hlaupabraut
  • Körfuboltavöllur
  • Minigolf
  • Borðtennis
  • Listaverkasala og sýningar
  • Internetkaffi
  • Bókasafn
  • Fríhafnarverslun
  • Leikhús
  • Útibíó
  • Sjónvarpssalur
  • Spilavíti
  • Næturklúbbur
  • Kokteil og vindlabarir
  • Sjósett: 2024
  • Þyngd:  tonn: 175.500
  • Lengd: 345 metrar
  • Breidd: metrar
  • Hæð: 60 metrar
  • Þilför: 21
  • Fjöldi í áhöfn: 1.600
  • Klefafjöldi: 2.157
  • sundlaugar: 5