Gæði og innihald skiptir máli

Lystiferðir
er ferðamiðlun og ráðgjafafyrirtæki á sviði þekkingarferðamennsku, vandaðra ævintýra – og menningarferða. Við leggjum áherslu á gæði og innihald þegar kemur að ferðaskipulagningu. Brýnt er fyrir ferðamönnum að taka tillit til heimamanna og umgangast framandi menningarsamfélög af virðingu. Ganga vel um umhverfi, náttúru og dýralíf og taka ekkert með sér nema góðar ferðaminningar.
Við gefum ráð varðandi val á gististöðum og þjónustuaðilum vítt og breitt um heiminn og önnumst flugbókanir og heildarskipulag ferða fyrir einstaklinga og hópa.
Lystiferðir eru með umboð fyrir helstu skipafélög heimsins, ferðaþjónustufyrirtæki og hótel sem mörg hver hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar. Við búum að mikilli og víðtækri þekkingu og viðskiptasamböndum um allan heim sem gefa okkur kleift að tryggja gæði og öryggi á ferðalögum og hámarka upplifun ferðamannsins.
Flottur ferðamáti og minningar sem aldrei gleymast
“Skipið var ótrúlegt!”, “Þjónustan var engu lík!” “Maturinn var fyrsta flokks!” ” Hvílíkur lúxus !” “‘Ólýsanleg upplifun!” “Þetta var besta ferð lífs míns” o.s.frv.
Ummæli ánægðra viðskiptavina segja allt sem segja þarf. Við bjóðum aðeins fyrsta flokks aðbúnað og persónulega þjónustu. Við veljum samstarfsaðila sem vinna með sjálfbæra þróun að markmiði og skuldbinda sig til að lágmarka neikvæð áhrif af starfseminni fyrir umhverfi og náttúru.